Hljóðspor

49 Öll var þessi skemmtan hin nýstár­ legasta og sýnilega vel metin af hinum ungu áheyrendum. Síðasta lagið á efnis­ skránni hófst á orðunum „On your marks, get set, ready, go!“ (eða viðbúin, til­ búin, hlaup!) og gerðist þá mjög jafn­ snemma að nokkur pör unglinga upphófu rokk-dans ógurlegan milli sætanna og fílelfdir lögregluþjónar þrömmuðu í salinn og stöðvuðu slíka ósvinnu. Varð varla séð hvorir tóku frekar til sín hvatninguna í upphafi lagsins, rokkar­ arnir eða lögreglan ... Alþýðublaðið 4. maí 1957. (Hugsanlega frásögn Lofts Guðmundssonar) Kvikmyndin Rock Around the Clock Stjörnubíó sýndi kvikmyndina Rock Around the Clock árið 1957. Í þá daga voru gefin út svokölluð prógrömm sem hægt var að kaupa í kvikmyndahúsum. Þar var lýst söguþræði myndarinnar sem var verið að sýna. Birtar voru mynd­ ir af aðalleikurunum og ýmislegt fleira fylgdi með. Í prógrammi umræddrar kvik­ myndar stóð m.a.: Mynd þessi hefur valdið geðtrufl- unum víða um lönd, verið fordæmd og bönnuð, en samt farið sigurför. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hún einhver saklausasta skemmtimynd, sem framleidd hefur verið. GÓÐA SKEMMTUN! Prógramm myndarinnar Rock Around the Clock sem sýnd var í Stjörnubíói árið 1957. ROKK OG RÓL Jói Jóns (Charlie Brown) með SAS-tríóinu. Stefán Jónsson búinn að teikna skopmynd af kennaranum á skólatöfluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=