Hljóðspor

Hljóðspor 48 Undantekningarlaust var sungi› á íslensku inn á hljómplötur. Snjallir textahöfundar eins og Jón Sigur›sson og Loftur Gu›mundsson skáldu›u upp fjölda sögupersóna sem lif›u á hvers manns vörum. Oftar en ekki var sögusvi›i› íslensk sveit. Sveitin var fulltrúi gamla tímans en rokki› og fylgifiskar fless táknu›u n‡ja si›i og freistingar borgarlífsins. Me›al sögu­ persóna Jóns og Lofts má nefna Lóu litlu á Brú, kaupakonuna hans Gísla í Gröf og Bjössa á mjólkurbílnum. Reyndar sverja flessir textar sig í ætt vi› bandaríska sveitatónlist flar sem i›ulega er veri› a› segja sögu eins og á›ur hefur komi› fram. Ári› 1961 söng Ómar Ragnarsson texta sinn, Sveitaball inn á plötu vi› undirleik KK sextettsins. ­ ROCK’N ROLL Í AUSTURBÆJARBÍÓI En svo var skipt um tempó. Upp hófst ferlegur larmur á sviðinu og um leið skrækir miklir meðal unglinga, einnig tóku margir þeirra að missa nokkuð stjórn á ýmsum líkamshlutum, svo sem fótum, handleggjum og jafnvel höfðum. Var það skrýtilegt að sjá. Þarna var kominn „rock-kóngur“ Englands, Tony Crombie and his Rockets, og er þetta rakettunafn ekki illa til fundið á hljómsveit þessa, því að allt var á iði á sviðinu. Píanisti sveitarinnar var ekki að nota stól, eins og gamaldags píanistar gera, heldur stóð hann við píanóið. Má segja, að maðurinn sparaði með þessu nokkurt erfiði, því að sjaldan sló hann meira en fimm til sex hljóma í einu, en tók sér þá göngutúr um sviðið og æsti upp félaga sína til frekari afreka á sviði rokksins, með ágætum árangri. Saxófónleikari hljómsveitarinnar hlýtur að vera þolnasti maður í heimi. Hann blés og blés allan tímann og virtist ekki vera nokkurt lát á „andagift“ hans í lokin. Söngvari var þarna, sem söng og barði tambúrínu í djöfulmóð allan tímann, og var ekki laust við að maður undraðist, að hann skyldi koma upp nokkru hljóði í lokin. Þarna var harmóníkuleikari, sem manni fannst mundi hafa verið meiri hluta æfi sinnar í einhverju „sexfótunga-herfylki“ Breta, Scots Guards eða slíku. Hann þandi nikkuna af mikilli list, þegar maður yfirleitt heyrði í honum. Þá var þarna bassaleikari, sem snarsnerist kringum hljóðfæri sitt, rokkaði og endaði með því að leggjast á bakið með hljóðfærið ofan á sér. Síðast skal frægan telja Tony sjálfan, sem ber bumbur sínar af miklum krafti, syngur og heldur öruggu tempói, bæði í músíkinni og mönnum sínum. Nemandi í 5. bekk býr sig upp á að hætti töffara 6. áratugarins. Gamlar auglýsingar. Hvað er verið að auglýsa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=