Hljóðspor

23 hljóma›i dúrhljómur, oft D-, E- e›a G-dúr. Svo stungu menn fingri inn í málmpípu e›a flöskuháls og renndu upp e›a ni›ur eftir gripbrettinu flegar fleir vildu skipta um hljóm. fia› er kalla› slide. Ef menn vildu spila í moll stilltu fleir einfaldlega gítarinn í moll. Sumir stilltu reyndar gítar­ inn flannig a› einn stakur strengur hljóma›i t.d. áttund ne›ar en venja er. fiannig gat stilling hljó›færisins veri› einstaklingsbundin. Robert Johnson Robert Johnson er go›sögn í heimi blúsins og brautry›jandi í blúsgítarleik. Hann líkti eftir píanóleikurum og lék m.a. boogie-bassa (boogie-riff) á ne›stu strengi gítarsinsme›anhann ger›i eitthva› allt anna› á háu tónsvi›i­ hinna strengjanna. fiannig var hann í raun tveggja manna maki á gítarinn mi›a› vi› fleirra tíma spilamennsku. Hann spann í kringum hljómana tilfinningaflrunginn, hugmyndaríkan og heilstæ›an undirleik. Fyrir daga hljómplatna og útvarps höf›u menn ekki heyrt anna› eins í Su›ur- ríkjunum og göptu yfir fingrafimi hans. Alls konar sögusagnir komust á kreik. Hann átti m.a. a› hafa selt kölska sál sína í skiptum fyrir leikn­ ina. Robert Johnson. BLÚS Svipmyndir af blúsmönnum Robert Johnson bjó í afskekktri sveit í Mississippi. Sagan segir að hann hafi ekkert þráð heitar en að verða að miklum blúsmanni. Maður sem vissi lengra nefi sínu ráðlagði honum að fara með gítar sinn að tilteknum krossgötum og bíða myrkurs. Robert fór að þessum ráðum. Á miðnætti birtist svartklæddur maður, tók gítarinn, stillti hann og rétti honum aftur. Þetta var kölski sjálfur. Robert Johnson lék nú, söng og samdi betri blús en nokkur annar. Kölski fékk sálu hans að launum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Robert Johnson var iðinn við æfingar, átti sér fyrirmyndir og hlaut tilsögn hjá óþekktum blúsmanni að nafni Ike Zinneman. Engar hljóðritanir eru til með söng og gítarleik Zinnemans en sagt er að hann hafi æft sig seint á kvöldin í nærliggjandi kirkjugarði, setið þar á legsteini og plokkað strengina. Robert Johnson var mikið upp á kvenhöndina. Gallinn var bara sá að hann hreifst einkum af af annarra manna konum. Kvöld nokkurt tróð hann upp á litlum skemmtistað (juke joint) þar sem ónefndur maður rétti honum krús af heimabruggi. Það reyndist býsna göróttur drykkur því Johnson veiktist heiftarlega og lá veikur í nokkra sólarhringa. Hann svitnaði mikið og eitrið hvarf úr líkamanum. En hann fékk lungnabólgu í kjöl­ farið og lést af völdum hennar. Talið er að afbrýðisamur eiginmaður hafi þannig komið honum fyrir kattarnef. Slíkur dauðdagi gaf sögusögnum um þennan mikla blúsmann byr undir báða vængi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=