Hljóðspor

Hljóðspor Dægurtónlistin óx úr grasi á 20. öld nærð á auglýsingum og sölumennsku. Útbreiðsla hennar jókst með hverri tækni- nýjung, hljómplötum, útvarpi, sjónvarpi, segulböndum, myndböndum, geislaplötum, mynddiskum og loks Netinu. Rætur hennar liggja hins vegar djúpt í jarðvegi ólíkra menningarheima sem eru mun eldri en þessir miðlar. Í bókinni er slóðin rakin frá Afríku annars vegar og gömlu Evrópu hins vegar til hinnar bandarísku og síðar alþjóðlegu dægurtónlistar tuttugustu aldar. Höfundur mælir með því að kennarar reyni að feta þá slóð með nemendum til að þeir átti sig á sögulegu samhengi tónlistarinnar. Þess vegna heitir bókin Hljóðspor. Fátt mælir gegn því að þræða þessa leið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hér sem annars staðar ræður reynsla og kunnátta kenn- arans ferðinni. Góða skemmtun! 40244

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=