Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 7 Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 7 . Leika og búa til hljóðið þegar ♪ þrumur heyrast í fjarska og þegar þær koma nær. Leika ♪ rigninguna sem fylgir á eftir. Hvernig heyrist í þrumum? Hafið þið heyrt í þrumum? Fá helming barnanna til þess að hreyfa sig sem þrumur með hljóðum og hinn helminginn til þess að vera rigning sem byrjar rólega en eykst stig af stigi. 8 . Leika með hljóðum þegar ♪ sólin fer að skína og ♪ fuglar og endur fara á stjá. Fá nemendur til þess að átta sig á muninum á morgni og miðjum degi. Hvað er ólíkt? Hvað heyrir fólk þegar það er að vakna, t.d. inni? En úti? En í tjaldi? 9 . Leika ♪ fólk í rigningu með hljóðum. Fá nemendur til þess að hugsa um það hvernig fólk hagar sér í rigningu. Hvað gerist ef það heldur bara áfram að rigna? Hvernig verður umhverfi okkar? 10 . Leika með tali og hljóðum þegar litla ♪ stelpan fer og talar við risann. Af hverju þorði enginn að fara og tala við risann? Hvers vegna fór stelpan? Var hún hetja? Hvað er að vera hetja? 11 . Æfing á hljóðum. ♪ Allir æfa sín hljóð þegar sagan er lesin aftur. Skipta hlutverkum á milli nemenda. Fá þá til þess að standa í skeifulaga hóp með hljóðnemann í miðjunni. Æfa börnin í að búa til hljóð með því að benda á hópinn sem þau tilheyra. Við hljóðupptöku er gott að láta einhvern lesa söguna sem treystir sér til þess þannig að kennari geti stjórnað því hvaða hópur b r til hljóð næst. 12 . Upptaka. ♪ Sagan tekin upp með tilheyrandi hljóðum. Hlustun og hreyfing. Sagan tekin upp og hlustað á upptökuna. Hefur hún eitthvað breyst? Hvernig? Nemendur hlusta á upptökuna og hreyfa sig í takt við hljóðin. Muna þeir hvað kemur næst? Átta þeir sig á því að þeir hafa samið öll leikhljóð í sögunni sem og allar hreyfingar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=