Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 6 Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 1 . Í hlutverki fugla og anda. ♪ Fuglar og endur syngja og kvaka. Fá nemendur til þess að leika fuglana og endurnar sem syngja og kvaka í sólinni. Hvernig hreyfa endur sig? Hvaða hljóð gefa þær frá sér ? 2 . Í hlutverki vindsins. ♪ Hreyfa sig eins og vindurinn eða jafnvel rigningin. Hvernig hljómar grenjandi rigning? Hvernig hvín í lauf- blöðunum? Hvað breytist? 3 . Risinn í vondu skapi. ♪ Leika risann þegar hann er í vondu skapi. Fá nemendur til þess að hugsa um ástæðu þess að risinn er í vondu skapi. Af hverju fer fólk í vont skap? Hvað er hægt að gera? 4 . Í hlutverki skífu. ♪ Leika skífu og búa til hljóð. Hvernig haldið þið að heyrist í skífu? Hvernig ætli risinn hafi eignast skífuna? Viljið þið eiga svona skífu? Hvað mynduð þið gera við hana? 5 . Leika risann í góðu skapi. ♪ Búa til hljóð sem fylgir því að vera í góðu skapi. Af hverju er risinn í góðu skapi? Er það af því að sól er úti? Eða vildi hann fá sól af því að hann var í góðu skapi? Hvenær eruð þið góðu skapi? 6 . Leika ♪ laufblöðin sem reyna að halda sér í greinarnar eins fast og þau geta. Leika líka ♪ vindinn sem er mjög reiður. Af hverju blæs vindurinn svona mikið? Hvað verður um laufblöðin? Hvernig hljóð heyrist í vindinum? En í laufblöðunum? Kennsluverkefni með sögunni Risinn sem stjórnaði veðrinu Sagan fjallar um risa sem stjórnar veðrinu í litlum bæ. Hann sefur yfir sig einn daginn og það rignir stöðugt. Hvað er að gerast? ♪ Hljóðmerki: Hér þarf að bæta við hljóði í söguna. ♪ ♪

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=