Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 5 Einu sinni á ári fór risinn í bað. Þá stillti hann ♪ skífuna á ♪ þrumur og eldingar og mikil ♪ rigning fylgdi í kjölfarið. Einu sinni hætti ekki að rigna. Það bara ♪ rigndi og rigndi. Fólkið í þorpinu kom saman á torginu og upphófust miklar vangaveltur um það hver ætti að fara og athuga með risann. Eitthvað hlyti að vera að. Minnsta stelpan í þorpinu bauð sig fram í verkefnið. Hún ♪ stökk upp á hestinn sinn og þau héldu af stað heim til risans. Á leiðinni heyrði hún í úlfum sem ♪ ýlfruðu í fjarska. Hún ákvað að hraða för sinni og keyrði hestinn áfram. Þau komust heim til risans þegar síðasta ♪ uglan bauð góða nótt. Úr höllinni mátti heyra ♪ hrotur svo háar að stúlkan þurfti að halda fyrir eyrun á sér þegar hún gekk inn. Hundur risans ♪ gelti hátt og stelpan kallaði: ♪ „Góði risi, vilt þú ekki vakna?“ Loksins vaknaði risinn og gerði sér grein fyrir því að hann hafði sofið í heila viku. ♪ „Hefur þá rignt allan þennan tíma?“ spurði hann. ♪ „Já, elsku risi, við erum öll orðin hundblaut.“ Risinn ♪ stillti strax á sumar og sól og viti menn: ♪ Sólin skein , ♪ fuglarnir byrjuðu að syngja og ♪ endurnar að kvaka. Allt varð svo bjart og fallegt. Þegar hesturinn tölti með litlu stúlkuna heim á leið raulaði hún ♪ sumarlag fyrir munni sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=