Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 4 SAGA 1 Risinn sem stjórnaði veðrinu Einu sinni, langt í burtu, var lítið þorp í pínulitlu héraði. Þetta þorp var svo sem ekkert sérstakt, nema hvað veðrið var alltaf að breytast. Stundum var glaðasólskin og dúnalogn svo heyra mátti í ♪ fuglunum syngja og í ♪ öndunum kvaka á tjörninni. En stundum skall á vonskuveður með ♪ stormi og ♪ grenjandi rigningu og þá ♪ hvein í laufblöðum trjánna. Þegar það gerðist sagði fólkið í þorpinu að nú væri risinn í vondu skapi. Þannig var að risi einn, sem bjó í grennd við þorpið, átti nokkurs konar galdraskífu sem hann gat snúið og með því breytti hann veðrinu. Alltaf þegar hann var í góðu skapi, sneri hann ♪ skífunni á sumar og sól. Þá ♪ sungu fuglarnir og ♪ endurnar kvökuðu og ♪ leikur barnanna barst inn um gluggann hjá honum. Þá leið honum ósköp vel. Hann ♪ raulaði með sjálfum sér og fékk sér ♪ vatn að drekka . Þegar risinn var í ♪ vondu skapi stillti hann ♪ skífuna á mikinn vind. ♪ Vindurinn blés og blés og ♪ laufblöðin þurftu að halda fast í greinarnar til þess að fjúka ekki af. Þegar risinn var í einstaklega vondu skapi stillti hann ♪ skífuna á ♪ þrumur og eldingar og svo fylgdi ♪ grenjandi rigning í kjölfarið. Stundum setti hann skífuna á milli vindsins og regnsins. Þá byrjaði ♪ vindurinn að blása og varð alltaf sterkari og sterkari; það ♪ hvein hátt í laufblöðunum og síðan heyrðist í ♪ þrumum í fjarska. ♪ Rigningin , sem fylgdi á eftir, var þvílík að elstu menn mundu ekki annað eins. En eins og dagur kemur á eftir nóttu þá stytti upp og sólin fór að skína. ♪ Fuglarnir byrjuðu að syngja og ♪ endurnar að kvaka. Mikið urðu allir glaðir! Meira að segja hundur risans ♪ gelti nokkrum sinnum. Já, nú var risinn hamingjusamur og ♪ sönglaði með sjálfum sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=