Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 3 Búum til sögu Ferlið : Sagan sem verður fyrir valinu er lesin. Um hvað er hún? Hvað vantar? Er hægt að búa til hljóð? Hvernig hljóð? Nemendur fá að búa til þau hljóð sem þarf í söguna. Þeir semja þá tónlist sem á að flytja á undan og á eftir. Einnig eru búnar til og æfðar hreyfingar. Nemendur setja sig í spor persónanna og búa til leikferli. Nemendur leika söguna með tilheyrandi hljóðum. Staður : Bekkjarstofa eða salur. Tími : Hver saga tekur að minnsta kosti 40 mínútur en tvær kennslustundir eru æskilegar. Takið söguna upp með hljóðum. Hlustið. Námsmat : Tal og hlustun. Hversu vel hlustar nemandinn á hugmyndir annarra? Finnst honum erfitt að tjá sig út frá sögunni eða koma með lausnir? Hafa nemendur tileinkað sér n orð sem notuð eru í sögunni? Fer nemandinn eftir því sem við hann er sagt? Hlustum á sögu Hlustum á sögu er sams konar hugmynd og Búum til sögu nema að hér þurfa nemendur að hlusta og greina leikhljóðin sem koma fyrir í sögunni. Þá er sagan á hljóðskrá og kennsluverkefni fyrir kennara fylgja með. Einnig er hægt að lesa söguna. Hlustum á sögu reynir aðallega á hlustun og leik en Búum til sögu á sköpun, hlustun og leik. Staður : Bekkjarstofa eða salur. Hljóðupptökuforrit : Hljóðin eru tekin upp í gegnum upptökuforrit sem búin eru mörgum rásum og hægt að klippa til tal og hljóð. Hljóðupptökuforrit sem sækja má frítt á netinu eru t.d. Audacity https://www.audacityteam.org/download/ Ancor www.anchor.fm SoundCloud www.soundcloud.com

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=