Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 44 Örlagavefur : Allir standa í hring. Kennari byrjar á því að henda hnykli yfir hringinn og segir um leið eina setningu sem tengist þjóðsögunni sem þau voru að vinna með. Kennarinn gætir þess að halda í endann á hnyklinum. Hver og einn nemandi gerir slíkt hið sama um leið og hann hendir hnyklinum til næsta manns. Nemendur verða að gæta þess að halda vel í spottann. Þegar hnykillinn hefur farið hringinn er vefurinn lagður á gólfið og líkist þá fallegum kóngulóarvef. Nemendur geta síðan skrifað á litla miða vangaveltur sínar um persónur eða atburðarás og sett miðana inn í hólfin á vefnum. Í lokin ganga allir á milli og skoða og ræða það sem stendur á miðunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=