Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 43 Lýsing kennsluaðferða Spuni : Spuni er hlutverkaleikur. Nemendur fá ákveðin fyrirmæli og þurfa að búa til framvindu. Kyrrmyndir : Nemendur búa til kyrrmyndir („frjósa“ eða búa til myndastyttur). Þeir þurfa að finna út hvernig best er að stilla myndinni upp. Atburðarás : Nemendur búa til atburðarás með því að setja saman stuttan spuna eða kyrrmyndir þegar þeir hafa hlustað á söguna. Endursögn með myndum : Prentið út kyrrmyndirnar sem voru teknar af hópunum og fáið nemendur til þess að endursegja söguna út frá myndunum með áherslu á hvað gerðist fyrst , síðan og að lokum . Veljið síðan eina mynd frá hverjum hópi og búið til myndasögu sem fer upp á vegg við hliðina á stóru myndinni sem nemendur teiknuðu saman. Afturhvarf : Nemendur endurskapi (búi til) lífsferil og/eða atvik frá liðnum tíma. Hvað haldið þið að hafi gerst? Hvers vegna og hvenær? Umræður : Um það sem nemendur voru að hlusta á. Hugsa/ræða/deila : Hver nemandi hefur félaga sem hann getur rætt við um hugsanlegt svar við opinni spurningu kennarans. Nemendur eiga líka að geta undirbúið spurningu fyrir kennara í hlutverki eða aðra nemendur í kastljósi („hot seating“, í mesta lagi í tvær mínútur). Nemendur hugsa um það sem kennari les eða segir þeim. Síðan ræðir hver og einn við þann sem situr við hliðina eða þann sem kennari hefur tilnefnt. Nemendur ræða um atburðinn og segja síðan frá því sem þeim fór á milli. Kastljósið : Einn nemandi situr fyrir svörum. Hann er t.d. í hlutverki Búkollu. Hann sest á stól fyrir framan hópinn og svarar spurningum nemenda og kennara. Hann þarf að svara spurningum þeirra og útsk ra afstöðu sína og ástæður þess að hann getur talað. Skuggabrúður : Þegar unnið er með skuggabrúður er notaður myndvarpi og leiktjald. Myndvarpinn er settur fyrir aftan leiktjaldið en áhorfendur eru fyrir framan leiktjaldið. Þegar leikarar og skuggabrúður leika saman eru leikararnir fyrir framan tjaldið. Skrifað í hlutverki : Nemandi skrifar bréf fyrir persónu sem hann er að túlka. Kvikmyndagerð : Vídeómyndavél er tengd við tölvu og beint að sviðinu (sem getur verið hvað sem er) og myndirnar vistaðar beint inn í tölvuna þar sem þær raðast á tímalínuna til afspilunar. Hugbúnaðurinn sem hægt er að nota heitir „iStopMotion“, sem er gerður fyrir makka (MAC), og „moviemaker“ fyrir PC tölvur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=