Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 42 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (2). (Stöðva hér í sögu) „… Síðan leiðir hann kerlinguna með sér út og allt verður hljótt.“ ♪ Hlusta á upptöku (3). Hefja lestur (3). Kyrrmyndir/spuni : Í smáum hópum. Búa til spuna eftir að hafa hlustað á upptöku. Nemendur skipta sér upp í nokkra hópa og búa til kyrrmyndir sem enda í spuna. S na öðrum síðan spunann. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (3). (Stöðva hér í sögu) „... og þorði Þórdís ekki annað en lofa því.“ Af hverju var pabbi hennar svona hræddur um að fólkið mundi hefna sín á þeim? ♪ Hlusta á upptöku (4). Enda sögu. Umræður : Nemendur ræða um það sem þeir voru að hlusta á og spá í framhaldið. Hvaða merkingu haldið þið að fallegur kvenfatnaður og gullhálsfesti hafi haft? Hvað haldið þið að gerist í framhaldi af því að Þórdís tók við bögglinum? Af hverju varð pilturinn svona glaður? Á það eftir að borga sig fyrir Þórdísi að hafa tekið við bögglinum? Hvað haldið þið að pilturinn hafi gert þegar hann kom heim? Ritun : Nemendum er skipt í hópa og þeir beðnir að semja sína eigin útgáfu af því sem gerðist þegar Þórdís og pabbi hennar hurfu. Markmiðið með sögugerðinni er að nemendur semji texta í ákveðnum stíl. Þeir þurfa fyrst að ræða um söguna: Hvað á að gerast, hvar og hvenær? Gott er að minna nemendur á einkenni þjóðsagna. Þeir þurfa m.a. að hafa í huga umhverfi, leikhljóð, hið óvænta og fleira. Hugsa/ræða/deila : Annar hópur fær síðan söguna í hendur og leikles það sem hinir hafa skrifað með tilheyrandi hljóðum fyrir hina í bekknum. Spuni/leikrit : Nemendur semji spunaleikrit eftir sögunni. Biðjið nemendur að raða saman kyrrmynd- um af allri sögunni og búa til heildstæðan spuna. Gott er að bæta allri n rri vitneskju inn í spuna þannig að úr verði kraftmikið og skemmtilegt leikrit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=