Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 41 Kennsluverkefni Þórdís þrjóska Sagan Þórdís þrjóska fjallar um samskipti foreldra og dóttur. Og það hvernig staðfesta og ákveðni getur verið af hinu góða. Sagan er m.a. fáanleg á slóðinni https://www.snerpa.is/net/thjod/thordis2.htm ♪ Hlusta á upptöku/lesa. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara ♪ Hlusta á upptöku (1). Hefja lestur (1). Umræður : Nemendur ræða saman um það sem þeir heyrðu og taka afstöðu til þess. Er í lagi að berja Þórdísi bara af því að hún er þrjósk? Hvaða rétt hefur pabbi hennar til þess að berja hana til hlýðni? Haldið þið að þessi þrjóska Þórdísar komi henni til góða síðar í sögunni? Afturhvarf : Nemendur endurskapi það sem þeir halda að hafi gerst um kvöldið. Hvað haldið þið að hafi gerst? Hvers vegna og hvenær? Skiptið nemendum í nokkra hópa og fáið þá til þess að búa til spuna um það sem þeir halda að hafi gerst um kvöldið. Af hverju var þjónustustúlkan svona hrædd? Hvað gerðist í raun og veru? Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (1). (Stöðva hér í sögu) „… Batnar henni bráðum?“ ♪ Hlusta á upptöku (2). Hefja lestur (2). Umræður : Nemendur ræða um það sem þeir voru að hlusta á og velta því fyrir sér sem mögulega á eftir að gerast. Ræðið við nemendur um það sem þeir heyrðu. Var það sem gerðist eitthvað í líkingu við það sem þeir léku í spuna áður? Hvaða piltur var þetta? Hvers konar fólk var þetta (huldufólk, draugar, álfar)? Er einhver munur á þessu fólki? Hvað var það að gera? Af hverju var það ekki heima hjá sér? Hvar á það heima?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=