Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 40 Örlagavefur : Allir standa í hring. Kennari byrjar á því að henda hnykli yfir hringinn og segir um leið eina setningu sem tengist þjóðsögunni sem þau voru að vinna með. Hver og einn nemandi gerir slíkt hið sama um leið og hann hendir hnyklinum til næsta manns. Nemendur verða að gæta þess að halda vel í spottann. Þegar hnykillinn hefur farið hringinn er vefurinn lagður á gólfið og líkist þá fallegum kóngulóarvef. Nemendur geta síðan skrifað á litla miða vangaveltur sínar um persónur eða atburðarás og sett miðana inn í hólfin á vefnum. Í lokin ganga allir á milli og skoða og ræða það sem stendur á miðunum. Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Skrifað í hlutverki : Nemendur í hlutverki skrifa bréf, t.d. stúlkan til s slumanns og piltar til stúlkunnar. Ritun : Hér þurfa nemendur að skrifa í hlutverki og taka tillit til málfars og tíðaranda í sögunni og á því tímabili sem hún gerist. Kyrrmyndir/spuni : Nemendur í nokkrum hópum búi til atburðarás og aðrar útgáfur af sögulokunum. Nemendur búi til kyrrmyndir, sem síðan breytast í spuna, af lokum sögunnar. Gott er að biðja nemendur að byrja spunann rétt áður en kyrrmyndin hefst og ljúka spunanum nokkru eftir að hún er s nd. Spuni/leikrit : Nemendur semji spunaleikrit eftir sögunni. Biðjið nemendur að raða saman kyrrmyndum af allri sögunni og búa til heildstæðan spuna. Gott er að bæta allri n rri vitneskju inn í spuna þannig að úr verði kraftmikið og skemmtilegt leikrit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=