Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 39 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara ♪ Hlusta á upptöku (3). Hefja lestur (3). Skrifað í hlutverki : Nemandinn skrifar bréf til stúlkunnar eða piltsins. Fáið börnin (í hlutverki pilts eða stúlku) til þess að skrifa bréf hvert til annars. Þau þurfa að s na hvert öðru fjandskap svo aðrir sjái til. En hvernig skrifa þau og um hvað? Einmanaleika, gleði, von? Spuni : Fjögur til sex saman í hóp. Búa til líf í hellinum, t.d. rétt fyrir morgunmat, kvöld- mat eða þegar hópurinn er að skipuleggja rán eða árás. Nemendum skipt upp í nokkra hópa. Þeir búa til senu um það hvernig er að búa í hellinum, með eða án útilegumanna. Hvað hafa þau fyrir stafni? Hvað eru þau að gera allan daginn? Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (3). (Stöðva hér í sögu) „… s slumaður rannsakar nú mál þeirra.“ ♪ Hlusta á upptöku (4) hefja lestur. Hefja lestur (4). Fundur : Nemendur þurfa (í hlutverkum heimamanna) að taka afstöðu til fundarefnisins. Kennari í hlutverki : Kallar saman fund sem s slumaður. Hann vill fá bæjarbúa í lið með sér til þess að ákveða örlög unga piltsins. Hópurinn þarf að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (4). (Stöðva hér í sögu) „… en þó er brúðurin döpur mjög.“ ♪ Hlusta á upptöku (5). Lesa sögu til enda. Kastljós : Hér þarf nemandinn að svara spurningum samnemenda sinna og útsk ra afstöðu sína og ástæður fyrir því að hún (í hlutverki) vill ekki giftast. Nemandinn sest á stól fyrir framan hópinn og situr fyrir svörum nemenda og kennara. Hver sem er getur sest í kastljósið. Einn nemandi fer í hlutverk stúlkunnar. Spurningar hinna gætu t.d. verið: Af hverju vill hún ekki giftast neinum? Er hún að bíða eftir einhverjum? Ef svo er þá hverjum? Hvernig var vistin í útilegumannakofanum? Hægt er að skipta um kyn og fá biðilinn til þess að setjast í kastljósið og svara sams konar spurningum og stúlkan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=