Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 38 Kennsluverkefni Prestsdóttirin úr Þingeyjarsýslu Prestsdóttirin úr Þingeyjarsýslu er saga um útilegumenn og ástir. Söguna er að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin, þjóðsögur fyrir miðstig. ♪ Hlusta á upptöku/lesa. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara ♪ Hlusta á upptöku (1). Hefja lestur (1). Umræður : Nemendur ræða um það sem þeir voru að hlusta á og spá í framvinduna. Vildi pilturinn láta drepa stúlkuna? Er allt sem sýnist? Hvað hefði gerst ef útilegumenn hefðu farið á eftir piltinum? Hvers konar saga er þetta? Íslendingasaga eða þjóðsaga? Hver er munurinn? Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (1). (Stöðva hér í sögu) „… Það varð þó úr að unglingspilturinn varð heima.“ ♪ Hlusta á upptöku (2). Hefja lestur (2). Kastljós : Einn nemandi situr fyrir svörum. Hann er í hlutverki unglings- piltsins. Af hverju er pilturinn svona vondur við stúlkuna? Hér þarf nemandinn að svara spurningum samnemenda sinna og útsk ra afstöðu sína og hvers vegna hann vilji að stúlkan verði drepin. Nemandinn sest á stól fyrir framan hópinn og situr fyrir svörum nemenda og kennara. Hver sem er getur sest í kastljósið. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (2) (Stöðva hér í sögu) „... og fer vel tal þeirra.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=