Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 2 FORMÁLI Hugmyndin að Hljóðleikhúsi: Búum til sögu varð til á leiklistarnámskeiði í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Jo Daykin frá Skólaútvarpi BBC kenndi mér og fleirum hvernig hægt væri að nota útvarpið og upptökur af sögum í kennslu. Sögurnar hér á eftir eru sérstaklega samdar með hljóðleikhús í huga. Allir grunnskóla- nemendur eiga að fá tækifæri til þess að vinna með aðferðir leiklistar í almennu skóla- starfi, bæði í verkefnum sem byggjast á námsefni og verkefnum sem hafa það markmið að byggja upp sjálfsmynd nemenda og þjálfa þá í lífsleikni. Í hljóðleikhúsi þjálfast nemendur í því að kanna hljóðheiminn, rannsaka, flokka, velja og hafa stjórn á hljóðum frá mismunandi hljóðgjöfum. Í gegnum leiklist fa nemendur tæki- færi til þess að setja sig i spor annarra og profa sig afram með mismunandi tjaningarform, hegðun og lausnir i oruggu umhverfi i skolanum. Hun styður nemandann i að tja, mota og miðla hugmyndum sinum og tilfinningum. Leiklist reynir auk þess stoðugt a samvinnu, samskipti, skopun, tungumal, tjaningu, gagnrýna hugsun, likams- og raddbeitingu. (Aðal- námskrá grunnskóla, 2013). Í Búum til sögu þurfa nemendur sjálfir að búa til leikhljóðin í sögunni. Þeir fá að skapa sín eigin hljóð og nota til þess ímyndunaraflið og ákveða þannig hvernig þeir vilja að sagan þróist. Nemendur læra að taka eftir, þeir læra að búa til og skapa sína eigin sögu út frá textanum sem lesinn er. Við hljóðsköpun verða líka til persónur og hreyfingar. Ég vil þakka nemendum Háteigsskóla fyrir aðstoðina og þeim fjölmörgu leikskólabörnum sem lögðu Hljóðleikhúsinu lið. Sonum mínum og eiginmanni færi ég bestu þakkir fyrir hugmyndir og góðar ábendingar. Rannveig Björk Þorkelsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=