Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 37 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Ritun : Nemendum er skipt í hópa og þeir semja sínar eigin útgáfur af því af hverju kvörnin malaði ekki. Markmið með sögugerðinni er að nemendur semji texta í ákveðnum stíl. Þeir þurfa fyrst að ræða um söguna: Hvað á að gerast? Hvar og hvenær? Gott er að minna nemendur á einkenni þjóðsagna. Þeir þurfa m.a. að hafa í huga umhverfi, leikhljóð, hið óvænta. Hugsa/ræða/deila : Annar hópur fær síðan söguna í hendur og leikles hana með tilheyrandi hljóðum fyrir hina í bekknum. Kyrrmyndir/endursögn : Búið til kyrrmyndir af allri sögunni og takið mynd með stafrænni myndavél. Prentið út kyrrmyndirnar sem voru teknar af hópunum og fáið hópana til þess að endursegja söguna út frá myndunum með áherslu á fyrst , síðan og að lokum . Veljið síðan eina mynd frá hverjum hópi og búið til myndasögu sem fer upp á vegg. Kvikmyndagerð : Nemendur búi til stuttmynd af sögunni út frá spunaverkefnum sem þeir hafa gert. Einnig er hægt að búa til hreyfimynd og/ eða klippimynd. Gott er að búa til söguramma fyrir söguna þannig að nemendur geti áætlað tímalengd og eigi auðveldara með að skipta með sér hlutverkum. Þegar nemendur búa til stuttmynd af sögunni taka þeir myndina upp á síma eða vídeómyndavél sem síðan er tengd við tölvu. Eftirvinnslan er síðan gerð í tölvunni og hægt er að bæta við texta, tónlist og hljóðum. Hugbúnaður sem hægt er að nota fyrir kvikmyndagerð er t.d forritið „iStopMotion“, sem er gert fyrir Makka (MAC), og „movie-maker“ fyrir PC tölvur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=