Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 36 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Stöðva hlustun/lestur og fara í leik eða umræður (2). (Stöðva hér í sögu) „… Hinn tekur lærið og fer með það heim.“ ♪ Hlusta á upptöku (3). Hefja lestur (2). Spuni/paravinna : Búa til spuna, tveir og tveir saman, eftir að hafa hlustað á upptöku. Fáið nemendur til þess að búa til stuttan spuna um það þegar maðurinn og fjandinn hittast. Hvað fer þeim á milli? Lofar maðurinn fjandanum einhverju? Einhverju sem er ekki sagt frá? Kastljósið : Einn nemandi situr fyrir svörum. Hann er í hlutverki fjandans. Hér þarf nemandinn að svara spurningum samnemenda sinna og útsk ra afstöðu sína og ástæður fyrir því af hverju hann er svona góður við fátæka bróðurinn. Nemandinn sest á stól fyrir framan hópinn og situr fyrir svörum nemenda og kennara. Hver sem er getur sest í kastljósið. Stöðva hlustun/lestur og fara í leik eða umræður (3). (Stöðva hér í sögu) „… hvorki verið kominn upp á þig né aðra.“ ♪ Hlusta á upptöku til enda. Lesa sögu til enda. Fundur : Nemendur þurfa (í hlutverkum) að taka afstöðu til fundarefnisins. Kennari í hlutverki : Kallar saman fund sem ríki bróðirinn. Hann biður nemendur um að leika börnin sín og konu. Eiga þau að afsala sér öllu fyrir kvörnina? Hvað finnst ykkur? Hver græðir á þessu? Paravinna/rökræða : Nemendur (tveir og tveir saman) rökræða um hugsanleg skipti á kvörn og höfuðbólinu. Fáið nemendur til þess að rökræða hver við annan og koma með góð rök fyrir því af hverju þeir ættu að skipta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=