Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 35 Kennsluverkefni Malaðu hvorki malt né salt Malaðu hvorki malt né salt fjallar um það hvað gerist þegar einhver selur skrattanum sál sína. Söguna er að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin þjóðsögur fyrir miðstig. ♪ Hlusta á upptöku/lesa. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Hlusta á upptöku (1). Hefja lestur (1). Umræður : Af hverju réð annar bróðirinn? Hvað haldið þið að sagan fjalli um? Hvaða hljóð höfum við heyrt? Hvers konar saga er þetta? Á hvaða tíma haldið þið að hún hafi gerst? Af hverju ræður annar bróðirinn meiru en hinn? Kastljósið : Einn nemandi situr fyrir svörum. Hann er í hlutverki ríka bróðurins. Hér þarf nemandinn að svara spurningum samnemenda sinna og útsk ra afstöðu sína og ástæður fyrir því að hann ræður en ekki fátæki bróðirinn. Nemandinn sest á stól fyrir framan hópinn og situr fyrir svörum nemenda og kennara. Hver sem er getur sest í kastljósið. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (1). (Stöðva hér í sögu) „… í bitum og sopum á undan.“ ♪ Hlusta á upptöku (2). Hefja lestur (2). Umræður : Nemendur ræða um það sem þeir voru að hlusta á og velta fyrir sér framhaldinu. Nemendur hlusta á diskinn og ræða í framhaldi af því um orð ríka bróðurins þegar hann sagði: „Farðu til fjandans með lærið að tarna“. Hvað haldið þið að gerist í framhaldinu og af hverju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=