Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 34 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Stöðva hlustun/lestur og fara í leik eða umræður (3). (Stöðva hér í sögu) „… allra mesti stólpagripur.“ ♪ Hlusta á upptöku (4) til enda. Lesa sögu til enda (4). Spuni/paravinna : Nemendur tveir og tveir saman. Leika drauminn og halda síðan áfram með spunann. Fáið nemendur til þess að leika drauminn eins og þeir halda að hann hafi verið. Nemendur haldi síðan áfram með spuna þar til sagan endar. Hvað sagði skessan við Jón? Fáið nemendur til þess að fara með textann. Kyrrmyndir/endursögn : Búið til kyrrmyndir af allri sögunni og takið mynd með stafrænni myndavél. Endursögn með myndum : Prentið út kyrrmyndirnar sem voru teknar af hópunum og fáið hópana til þess að endursegja söguna út frá myndunum með áherslu á fyrst , síðan og að lokum . Veljið síðan eina mynd frá hverjum hópi og búið til myndasögu sem fer upp á vegg. Skuggabrúður/spuni : Nemendur búi til leikrit af sögunni þar sem t.d. skessan er skuggabrúða og hellirinn sem hún á heima í myndar bakgrunn. Þegar unnið er með skuggabrúður er notaður myndvarpi og leiktjald. Mynd- varpinn er settur fyrir aftan leiktjaldið og áhorfendur eru fyrir framan tjaldið. Einnig er hægt að nota skuggabrúður til þess að l sa því sem gerist úti á sjó. Hægt er að búa til hesta og fjöll. Þegar leikarar og skuggabrúður leika saman eru leikararnir fyrir framan tjaldið og þeir sem stjórna skuggabrúðunum eru baksviðs.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=