Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 33 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Kastljós : Einn nemandi situr fyrir svörum. Hann er í hlutverki skessunnar. Hér þarf nemandinn að svara spurningum samnemenda sinna og útsk ra afstöðu sína og ástæður fyrir því að hann (sem skessan) er svona góður við Jón. Nemandinn sest á stól fyrir framan hópinn og situr fyrir svörum nemenda og kennara. Hver sem er getur sest í kastljósið. Kyrrmyndir og spuni : Nemendur búi til kyrrmynd af fundi Jóns og skessunnar út frá svörum sem fengust í kastljósi Nemendur verði nokkrir saman í hópum og búi til kyrrmyndir sem enda síðan í spuna út frá svörum sem fengust í kastljósi. Hver hópur geri sína kyrrmynd (þær þurfa ekki að tengjast). Stöðva hlustun/lestur og fara í leik eða umræður (1). (Stöðva hér í sögu) „… lofaði að fara í öllu að ráðum kerlingar.“ ♪ Hlusta á upptöku (2). Hefja lestur (2). Afturhvarf : Nemendur endurskapi lífsferil og eða atvik frá liðnum tíma. Hvað haldið þið að hafi gerst? Hvers vegna og hvenær? Nemendur endurskapi atburðarásina sem leiddi til þess að karlinn fékk aldrei bein úr sjó. Í hópum, t.d. 3–4 saman. Komast að samkomulagi og s na hinum. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (2). (Stöðva hér í sögu) „… og sargar við karlinn.“ ♪ Hlusta á upptöku (3). Hefja lestur (3). Umræður : Hvað er að gerast hér í sögunni? Hvaða hljóð heyrum við? Fá nemendur til þess að hugsa um efni sögunnar. Af hverju voru hestarnir svona vel aldir? Hver hafði hugsað um þá? Og hvernig? Af hverju voru lagsmenn Jóns hræddir við hann? Var Jón sá fyrsti sem var góður við skessuna?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=