Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 32 Kennsluverkefni Jón og tröllskessan Jón og tröllskessan er tröllasaga sem fjallar um það hvernig tröll hjálpa þeim sem leggja þeim lið. Hana má m.a. finna í bókinni Rauðkápu . ♪ Hlusta á upptöku/lesa. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Hlusta á upptöku (1). Hefja lestur (1). Umræður : Nemendur ræða um hugsanlegt efni sögunnar út frá nafni hennar. Hvað haldið þið að sagan fjalli um? Hvaða hljóð höfum við heyrt? Hvers konar saga er þetta? Á hvaða tíma haldið þið að hún hafi gerst? Af hverju? Er sagan sönn eða ósönn? Spuni/paravinna : Í hlutverki Jóns sem fer inn í hellinn. Leika það sem fram fór í hellinum. Tvö og tvö saman. Hvað haldið þið að gerist þegar Jón fer inn í hellinn? Hver er inni í hellinum? Hvaða hljóð heyrum við? Nefnið nokkur hljóð sem þið heyrðuð hér á undan. Kyrrmyndir : Allur hópurinn búi saman til kyrrmyndir af atburðarásinni þegar skessan kemur inn í hellinn. Hvernig lítur kerlingin út? En börnin hennar? Af hverju er kerlingin svona góð við Jón? Fá nemendur til þess að búa til kyrrmyndir af tröllskessunni og Jóni. Hugsa/ræða/deila : Tveir og tveir nemendur ræða saman og undirbúa spurningu fyrir væntanlegt kastljós. Hver nemandi hefur félaga til að ræða við og undirbúa með spurningu fyrir nemendur í kastljósi. Nemendur hugsa og ræða um það sem þeir heyrðu og spyrja síðan þann sem er í kastljósinu hverju sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=