Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 30 Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara Spuni/paravinna : Atburðarás frá liðnum tíma. Hvað gerðist? Hvers vegna og hvenær? Nemendur endurskapi atburðarásina sem varð til þess að konan (beinagrindin) gróf peningasjóð. Hópvinna, t.d. 3–4 saman komast að samkomulagi og s na hinum. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (2). (Stöðva hér í sögu) „… í sama bili hrynur hún öll sundur og verður að fölskva.“ ♪ Hlusta á upptöku (3) til enda. Lesa sögu til enda. Umræður : Nemendur ræði um það af hverju stúlkan hélt áfram að biðja um borgun eftir að hafa fengið greitt frá beinagrindinni. Af hverju vildi biskupsfrúin að piltarnir stæðu við gefið loforð? Spuni/paravinna : Atburðarás frá liðnum tíma. Hvað gerðist? Hvers vegna og hvenær? Nemendur endurskapi atburðarásina sem leiddi til þess að biskupsfrúin gróf fjársjóðinn. Í hópum, t.d. 3–4 saman komast að samkomulagi og s na hinum (sbr. að ofan). Afturhvarf : Endurskapa atburði frá liðnum tíma. Hvað gerðist? Hvers vegna og hvenær? Hvernig tengjast þessir atburðir? Nemendur setji saman spuna til þess að varpa ljósi á það sem gerðist hjá biskup- frúnni sem leiddi til þeirra atburða sem um getur í sögunni. Tengist dauði kvennanna söguþræðinum? Kyrrmyndir : Allur hópurinn búi saman til kyrrmyndir af sögunni frá upphafi til enda. Hópvinna. Fá nemendur til þess að hugsa um það hvað gerist rétt áður en kyrrmyndin verður til? En rétt á eftir? Spuni : Nemendur í stórum hópum búi til spuna af sögunni frá upphafi til enda með breyttum sögulokum. Bæta inn hvísli í kirkjunni og ráðabruggi piltanna. Hóparnir s na hver öðrum árangurinn. Nemendur búi til n jan endi á söguna. Hvernig gæti sagan endað? Hvernig vill hópurinn að hún endi? Hvaða endir kemur best út? Af hverju? Þarf að hugsa um stíl? Orðbragð? Málfar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=