Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 29 Kennsluverkefni Vinnukonan og biskupsfrú í Skálholti Vinnukonan og biskupsfrú í Skálholti er draugasaga sem fjallar um það hvernig hinir látnu launa greiða. Söguna er að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin . ♪ Hlusta á upptöku/lesa. Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar Leiðbeiningar fyrir kennara ♪ Hlusta á upptöku (1). Hefja lestur (1). Kyrrmyndir : Nemendur búi til kyrrmyndir af piltunum þegar þeir eru að skipuleggja veðmálið sem enda í spuna. Um hvað haldið þið að sagan fjalli? Hvað hljóð höfum við heyrt? Hvers konar saga er þetta? Á hvaða tíma haldið þið að hún hafi gerst? Af hverju? Umræður : Nemendur ræði um það sem þeir halda að gerist þegar stúlkan fer inn í kirkjuna. Hvað haldið þið að gerist þegar stúlkan fer inn í kirkjuna? Af hverju fóru piltarnir ekki sjálfir inn í kirkjuna? Stöðva hlustun og fara í leik eða umræður (1). (Stöðva hér í sögu) „… hvort þeir hétu þá.“ ♪ Hlusta á upptöku (2). Hefja lestur (2). Spuni : Í hlutverki stúlkunnar sem fer inn í kirkjuna. Leika það sem fram fór þar. Búa til samtal á milli kvennanna. Fá nemendur til þess að búa til og leika það sem raunverulega gerðist. Hvað haldið þið að konurnar hafi verið að tala um? Umræður : Nemendur ræði um það af hverju piltarnir greiddu ekki stúlkunni eins og til stóð. Biðjið nemendur að koma með mögulega sk ringu á því. Kastljósið : Einn nemandi situr fyrir svörum. Hann er í hlutverki eins af piltunum. Hann þarf að svara spurningum hinna og útsk ra afstöðu sína og ástæður þess að piltarnir greiddu ekki stúlkunni. Nemandinn sest á stól fyrir framan hópinn og situr fyrir svörum nemenda og kennara sem einn af piltunum í sögunni. Hver sem er getur sest í kastljósið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=