Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 27 Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 6 . Hreyfa sig eins og krókódíll. Læðast hægt og hljótt. Hér er hægt að fara í leikinn einn, tveir, þrír fjórir, fimm, Dimma-limm. Af hverju veiða dýr sér til matar? Eru dýrin grimm af því að þau veiða? (Ránd r verða að drepa til þess að fæða sig og sína. Þess vegna eru veiðar þeim eðlishvöt en stafa ekki af grimmd.) 7 . Búa til kyrrmyndir af krókódílnum og d runum á bakkanum. Síðan í spuna. Af hverju vissi krókódíllinn að öll dýrin við vatnsbólið yrðu hrædd við hann? Haldið þið að hann sé pínulítið einmana? 8 . Leika það þegar öll d rin sameinast um að hjálpa litla kálfinum sem er einn úti í vatninu. Leikur og síðan með ♪ hljóði. Af hverju „frusu“ mamma og pabbi litla kálfsins? Af hverju fór hann ekki bara upp úr vatninu? Hvað var það sem gerði krókódílinn hræddan? Hvernig getum við hjálpað öðrum? 9 . Æfing að upptöku. ♪ Nemendur æfa hljóðin þegar þau gerast í sögunni og endurtaka þegar það á við. Skipta hlutverkum á milli nemenda. Fá börnin til þess að standa í skeifulaga hóp með hljóðnemann í miðjunni. Æfa þau í því að búa til hljóð með því að benda á hópinn sem þau tilheyra. Sagan er spiluð og þau fá að æfa sig í að búa til hljóðin. Síðan er upptaka. Við upptöku er gott að láta einhvern lesa söguna sem treystir sér til þess þannig að kennari geti stjórnað því hvaða hópur b r til hljóð næst. 10 . Hlustað á söguna sem börnin voru að taka upp. Endurtaka söguna og leyfa þeim að leika með. Hefur sagan eitthvað breyst frá því þau heyrðu hana fyrst? Hvernig þá? Skipta leikhljóð einhverju máli? Átta börnin sig á því að þau hafa samið öll leikhljóðin í sögunni ásamt öllum hreyfingum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=