Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 26 Kennsluverkefni með sögunni um Arnar og dýrin í Afríku Sagan fjallar um Arnar og uppáhaldsdiskinn hans: Söguna um d rin í Afríku. Eitt kvöldið bilar diskurinn og mamma og pabbi þurfa að endursegja söguna um fílinn sem varð hetja. ♪ Hljóðmerki: Hér þarf að bæta við hljóði í söguna. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 1 . Fá nemendur til þess að bylta sér í rúminu og búa til ♪ brakhljóð. Hvað er það sem flestir gera áður en þeir fara að sofa? Hvað er ekki gott að gera? T.d. borða nammi og horfa á eitthvað í sjónvarpinu sem er ekki fallegt. 2 . Nemendur búa til ♪ gnauð í vindi. Leika þau d r sem vaka á nóttunni og menn sem eru t.d. að vinna. Hvernig heyrist í vindinum? En nóttinni? Hverjir eru vakandi á nóttunni? Hvaða dýr? En menn? Hvaða stéttir vinna á nóttunni? 3 . Í hlutverki fílsunga sem er að reyna að búa til ♪ hljóð. Og þegar hann er að drekka við vatnsbólið. Hvar er pabbi fílsungans? Af hverju er hann ekki með? (sjá bók: Svona er að vera fílsungi). H vað gera ömmurnar? Gera þær það sama og ykkar ömmur? Hvernig þá? Hvernig hljóð heyrast í fílsungum? En mömmu? En ömmunum? 4 . Nemendur leika öll d rin þegar þau eru að koma að vatnsbólinu. Fíla, ljón, apa í trjánum, fugla í trjánum, slöngur sem liðast um, gíraffa að reyna að drekka. H enur ♪ hlæjandi í fjarska. Af hverju koma dýrin að vatnsbólinu? Geta dádýr og ljón drukkið á sama tíma? Hvort er fíllinn hófdýr (fíll, hestur) eða klaufdýr (kýr, antilópur, svín, gasellur)? 5 . Búa til hljóð með öllum ♪ d runum. Sameina leik og ♪ hljóð með hverju d ri fyrir sig. Hver er konungur dýranna? Hvernig hljóð heyrist í ljónum? En í öpum, slöngum, gíröffum, hýenum, fuglum? Hvað fuglar eru til í Afríku? Eru það þrestir, páfagaukar og finkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=