Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 25 ♪ Hýenurnar hlógu hátt og konungur d ranna mókti í skugga af stóru tré. Gíraffarnir þurftu að hafa mikið fyrir því að teygja langa hálsinn niður að svalandi vatninu. Í fjarska heyrðist gólið í ♪ apafjölskyldu sem hafði hátt. En allt í einu ♪ þögnuðu öll d rin. Ekkert hljóð heyrðist. Stór og langur krókódíll hafði synt hægt í áttina að hjartarkálfinum. Mamma hans og pabbi stóðu skelfingu lostin á bakkanum og horfðu á þegar ♪ krókódíllinn nálgaðist litla kálfinn sem var enn þá langt úti í vatninu. Krókódíllinn var svangur. Hann vissi að öll d rin voru hrædd við hann og þess vegna fór hann sér að engu óðslega. Litli fílsunginn vissi að hann yrði að gera eitthvað. Hann óð út í vatnið með þvílíkum ♪ látum og skellum að krókódíllinn stoppaði og leit við. Um leið og þetta gerðist óðu ♪ mamma hans og ♪ amma , ásamt ♪ frænkum og ♪ frændum og ♪ systkinum út í vatnið og teygðu ranana upp í loftið og ♪ fnæstu og ♪ öskruðu . Öll d rin fóru núna að ♪ öskra , hvert í kapp við annað, svo að krókódíllinn varð ringlaður og hræddur og var fljótur að láta sig hverfa. Foreldrar litla kálfsins fl ttu sér að ♪ vaða út í vatnið og ná í litla kútinn sinn. Öll d rin litu nú á litla fílsungann sem stóð enn þá blautur og ánægður úti í vatninu. „Þarna er hetjan okkar,“ sagði gíraffinn sem hafi séð allt sem gerðist. „Þarna er hugrakkur fílsungi sem er ekki hræddur við krókódíla.“ Öll d rin ráku nú upp ♪ fagnaðaróp , hvert með sínu ♪ hljóði og hylltu litla fílsungann.“ Mamma og pabbi þögnuðu og litu á Arnar litla sem var sofnaður með tuskufílinn sinn undir vanganum. Þau brostu og læddust út úr herberginu. Þau ákváðu að á morgun ætluðu þau svo sannarlega að verða sér út um n jan disk með fílsunganum og öllum hinum d runum í Afríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=