Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 24 „Allt í lagi, ég skal byrja aftur. Einu sinni var lítill fílsungi ♪ ( uuuuurrrr ) sem …“ „Bíddu!,“ sagði Arnar. „Mamma. Þetta er fíll en ekki ljón, fílar urra ekki. Fílar gefa frá sér svona hljóð ♪ ( fnæsa ).“ „Allt í lagi, Arnar minn. Ég byrja þá bara aftur: Einu sinni var fílsungi ♪ ( fnæs og öskur ) sem átti heima hjá mömmu sinni, ömmu og frænkum. Á hverjum degi þegar sólin var við það að setjast þrammaði öll fílahjörðin niður að vatnsbólinu til þess að fá sér að drekka og baða sig. Amman, forystuk rin, gekk …“ „Bíddu! Mamma, það vantar hljóðið með ömmunni“, sagði Arnar. Nú var farið að síga aðeins í mömmu Arnars. „Já, auðvitað“, sagði hún. „Amman ♪ ( ranahljóð ) gekk fyrst.“ „Bíddu! Mamma, það heyrist ekki eins í ömmunni og unganum. Veistu það ekki?“ sagði Arnar. „Jú, auðvitað! Hvernig læt ég,“ sagði mamma hans. „Amman ♪ ( hátt og mikið ranahljóð ) gekk fyrst og svo kom mömmufíllinn og loks …“ „Bíddu! Mamma, það vantar hljóðið fyrir mömmuna,“ sagði Arnar. Nú hafði mamma hans Arnars fengið nóg. Hún stóð upp og kallaði á pabba: „Ertu til í að koma aðeins, pabbi?“ „Arnar, sjáðu til. Pabbi ætlar að búa til öll hljóðin sem d rin gefa frá sér þegar ég segi þér söguna. Ertu þá ánægður?“ spurði mamma. „Já, já,“ sagði Arnar. „En hann verður þá líka að hafa hljóðin rétt.“ „Ég skal reyna,“ sagði pabbi. „Fílahjörðin kom að stóra vatnsbólinu ásamt hinum d runum sem búa í Afríku. Þarna var hjartarfjölskylda að drekka. Bukkinn ♪ drakk með þvílíkum látum að litli fílsunginn fór að ♪ skellihlæja . Mamman var aðeins hljóðlátari en mest heyrðist þó í ♪ litla kálfinum sem hljóp út í vatnið með tilheyrandi ♪ skvettum og látum . ♪ Þarna voru líka ♪ slöngur sem liðuðust um jörðina eins og skuggar, ♪ hvæsandi á allt og ekkert. ♪ Páfagaukar sungu sitt fegursta ásamt öllum ♪ fuglunum sem sátu hátt uppi í trjám.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=