Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 23 SAGA 5 Arnar og dýrin í Afríku Sagan um d rin í Afríku var uppáhalds geisladiskurinn hans Arnars. Alltaf þegar hann átti að fara að sofa bað hann mömmu sína og pabba að setja diskinn í tækið, slökkva ljósið og halla hurðinni. Síðan bauð hann góða nótt. Sagan sem Arnar sofnaði út frá var saga um lítinn fílsunga sem bjargaði litlum hjartarkálfi frá því að lenda í kjaftinum á stórum krókódíl en litli fíllinn varð hetja á meðal d ranna í Afríku. Eitt kvöldið þegar Arnar átti að fara að sofa bilaði diskurinn. Hann bara ♪ hökti nokkrum sinnum, það ♪ urgaði í tækinu og svo varð allt hljótt. Diskurinn var augljóslega ón tur. Nú voru góð ráð d r. „Arnar minn, reyndu nú að sofa. Hugsaðu bara um litla fílinn og þú sofnar eins og skot.“ Arnar gat bara ekki sofnað. Hann ♪ bylti sér og brölti í rúminu sínu en allt kom fyrir ekki. ♪ Brakið í rúminu hans vakti hjá honum ótta og ♪ gnauðið í vindinum fyrir utan gluggann sömuleiðis. „Mamma, mamma, viltu segja mér söguna um d rin í Afríku?“ sagði Arnar við mömmu sína. „Allt í lagi. Ég skal reyna,“ sagði mamma: „Einu sinni var lítill fílsungi sem átti heima hjá mömmu sinni og ömmu, frænkum og systkinum í stórri hjörð.“ „Bíddu,“ sagði Arnar. „Mamma, það vantar hljóðið með unganum.“ „Hvaða hljóð, Arnar minn?“ sagði mamma. „Hljóðið sem fílsunginn gefur frá sér, auðvitað,“ sagði Arnar. „Hvernig hljóð er það, Arnar minn?“ „Mamma! Svona fílshljóð,“ sagði Arnar hneykslaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=