Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 22 Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 7 . Nemendur búa til leikatriði um lífið við höfnina með ♪ hljóði. Hvaða fuglar búa í höfninni? En fiskar? Hvað er að gerast í höfninni? Hverjir vinna við höfnina? 8 . Kyrrmynd og síðan spuni með ♪ hljóðum þegar æðarfuglinn hjálpar selnum að komast heim. Hvenær vitum við að vorið er að koma? Hvað gerist á vorin? Hvað breytist? 9 . Æfing að upptöku. ♪ Nemendur æfa hljóðin þegar þau koma fyrir í sögunni og endurtaka þegar það á við. Skipta hlutverkum á milli nemenda. Fá börnin til þess að standa í skeifulaga formi með hljóðnemann í miðjunni. Æfa þau í að búa til hljóð með því að benda á hópinn sem þau tilheyra. Sagan er spiluð og þau fá að æfa sig í að búa til hljóðin. Síðan er upptaka. Við upptöku er gott að láta einhvern lesa söguna sem treystir sér til þess þannig að kennari geti stjórnað því hvaða hópur b r til hljóð næst. 10 . Hlustað á söguna sem börnin voru að taka upp. Endurtaka söguna og leyfa þeim að leika með. Hefur sagan eitthvað breyst frá því þau heyrðu hana fyrst? Hvernig þá? Skipta leikhljóð einhverju máli? Átta börnin sig á því að þau hafa samið öll leikhljóð í sögunni ásamt öllum hreyfingum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=