Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 21 Kennsluverkefni með sögunni um Kópinn Georg Sagan fjallar um lítinn kóp sem á heima á skeri rétt hjá höfninni. Hann er forvitinn og athugull og vill fá að vita hvað mávarnir eru að bralla. ♪ Hljóðmerki: Hér þarf að bæta við hljóði í söguna. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 1 . Nemendur í hlutverki Georgs að reyna að læðast í burtu frá mömmu sinni. Fáið nemendur til þess að ræða um það hvort og hvenær það sé í lagi að fara í burtu frá heimili sínu. 2 . Kyrrmynd af sjófuglunum á sjónum og selnum. Búa síðan til hreyfingu og bæta við ♪ hljóðum. Af hverju vildi mamma hans ekki að hann færi langt í burtu að heiman? Hvert á hann að fara? Í hvað átt? 3 . Nemendur búa til ♪ hljóð sem líkjast skipum og fara síðan á hreyfingu. Hvers konar skip eru í höfninni hjá okkur? Stór skip, lítil skip, skemmtiferðaskip, gúmmíbátar, löggubátar, fiskibátar, togarar, hvalaskoðunarskip, snekkjur. 4 . Í kyrrmynd, sem s nir fólk á skemmti- ferðaskipinu, að henda brauði. Síðan í spuna með tilheyrandi ♪ hljóði. Af hverju er fólk að gefa mávunum brauð? Er í lagi að gefa fuglum eða villtum dýrum mat? Má henda einhverju í sjóinn? Hver á sjóinn? 5 . Nemendur fara í hring og í leikinn: Í grænni lautu. Af hverju varð Georg hræddur? Af hverju komst hann ekki út úr þvögunni? 6 . Nemendur setjast eftir hringinn og einn fer í kastljósið (sjá kennsluleiðbeiningar). Einn nemandi fer í kastljósið og hinir spyrja hann t.d.: „Af hverju fórstu í burtu? Hvernig ætlar þú að komast heim? Ertu hræddur?“ o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=