Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 20 Ég hef aldrei farið að heiman fyrr,“ sagði Georg og æðarfuglinn fékk síðan að heyra alla ferðasöguna. „Þú ert sonur hennar Urtu, er það ekki?“ spurði fuglinn? „Jú,“ sagði Georg og hresstist aðeins við. „Þekkir þú mömmu mína?“ „Já, reyndar. Við Urta höfum verið vinir í mörg ár. Sjáðu til. Ég b hérna í höfninni og Urta mamma þín b r á skerinu hérna rétt fyrir utan, ekki rétt? Komdu, ég skal fylgja þér heim.“ Svo syntu þeir af stað. Æðarfuglinn á undan og Georg á eftir. Þegar þeir voru komnir rétt fram hjá skerinu sá Georg stóra skipið aftur. „Þetta er skemmtiferðaskip,“ sagði æðarfuglinn. „Þetta skip boðar komu sumarsins hér í höfninni. En það gerir þú reyndar líka, Georg minn,“ sagði æðar- fuglinn og hló. Georg heyrði í ♪ mávakórnum á garðinum þegar hann synti fram hjá og sá í fjarska skerið sitt með öllum selunum á. ♪ „ Mamma, mamma !“ kallaði hann eins hátt og hann gat. Selirnir litu upp og byrjuðu að ♪ klappa og ♪ orga og syntu síðan í áttina að Georg. Mikið var mamma glöð þegar hún sá litla strákinn sinn. Hún faðmaði hann, knúsaði og kyssti. Georg lofaði mömmu sinni því að fara aldrei aftur einn svona langt í burtu. Sama hvaða ♪ hljóð hann heyrði. Þetta kvöld sofnaði Georg við gargið í ♪ mávunum og kvakið í ♪ öndunum . Skemmtiferðaskip ♪ þeytti flautuna í fjarska og Georg vissi að það var að koma sumar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=