Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 19 Allt í einu sá Georg risastórt hvítt skip rísa hátt og tignarlega upp úr sjónum. Svona stórt skip hafði hann aldrei séð á sinni lífshræddu ævi! Skipið var svo stórt að það náði næstum því alla leið upp í himininn! Georg sá mannverur ganga fram og til baka á skipinu og horfa niður. Hann ákvað að færa sig örlítið nær og athuga hvað væri að gerast. Þá ♪ flautaði skipið aftur og hljóðið sem hann hafði vaknað við hljómaði ♪ hátt og skýrt . Mannfólkið á skipinu ♪ klappaði saman lófunum og sumir fóru að henda brauði í sjóinn. Mávarnir ♪ trylltust við það og réðust á brauðið með þvílíkum ♪ öskrum og ♪ hamagangi að Georg varð smeykur. Georg reyndi að synda í burtu en varð alltaf einhvern veginn fyrir fuglunum. Hann ákvað því að kafa til þess að reyna að losna út úr þvögunni. Georg vissi ekki í hvaða átt væri best að synda og ákvað því að synda bara beint niður. Hann var lengi, lengi í kafi. Þegar Georg kom loksins upp aftur voru mávarnir horfnir og skipið líka. Hvert höfðu allir farið? Það eina sem hann sá var höfnin og síðan stór grár veggur. Núna var Georg orðinn mjög hræddur. Hann byrjaði að kalla á ♪ mömmu sína. Fyrst bara með ♪ hljóðum en síðan með ♪ klappi líka. En enginn kom. Hann ♪ kallaði aftur og ♪ aftur en ekkert gerðist. Mikið var Georg dapur. Hann skreið upp í grjótið til þess að hvíla sig. „Af hverju fór ég eiginlega í burtu?“ hugsaði hann. „Mamma var búin að segja við mig að ég mætti bara synda í kringum skerið. Ég vildi óska þess að ég væri kominn heim.“ Georg ♪ kallaði aftur á mömmu sína en ekkert gerðist. Hann bara lá í grjótinu og var alveg fjarskalega leiður. Allt í einu sá Georg svartan og hvítan fugl koma syndandi í áttina til hans. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði fuglinn. „Ég rata ekki heim,“ sagði Georg. „Nú, hvað áttu við? Áttu ekki heima hérna hinum megin við skerið?“ spurði fuglinn. „Ég veit það ekki. Ég bara veit ekki hvar ég er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=