Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 17 Leyfa nemendum að teikna mynd af Koli og folaldinu hennar Jörpu þegar búið er að gefa því nafn. Af hverju heitir Kolur þessu nafni? Tengist það því hvernig hann er á litinn? Hvernig er hann á litinn? En folaldið? Hvernig er Jarpa á litinn? Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 6 . Kolur hleypur til bóndans og öll d rin á eftir. Mamma hans og systkini koma og allir hvetja hann til dáða. ♪ Af hverju skiptir máli að fá hvatningu? Hver á að hvetja mann? Skiptir máli að fjölskyldan standi saman? Af hverju fannst Koli það skipta máli að folaldið væri hluti af fjölskyldunni? Á maður að hjálpa þeim sem maður þekkir ekki? 7 . Bóndinn kemur út og allir fara af stað. Búa til kyrrmyndir af björguninni. Fáið nemendur til þess að búa til þrjár kyrrmyndir af d runum og bóndanum þegar verið er að bjarga folaldinu. 8 . Bóndinn hrósar Koli og öll d rin fylgjast með. ♪ Hunda-gal í lokin. Af hverju varð Kolur hetja? Hvað á folaldið að heita? Velja nafn. Undirbúningur fyrir upptöku. 9 . Æfing fyrir upptöku. ♪ Nemendur æfa hljóðin þegar þau gerast í sögunni og endurtaka þegar það á við. Skipta hlutverkum á milli nemenda. Fá börnin til þess að standa í skeifulaga formi með hljóðnemann í miðjunni. Æfa þau í því að búa til hljóð með því að benda á hópinn sem þau tilheyra. Sagan er spiluð og þau fá að æfa sig í því að gera hljóðin. Síðan er upptaka. Við upptöku er gott að láta einhvern lesa söguna sem treystir sér til þess þannig að kennari geti stjórnað því hvaða hópur b r til hljóð næst. 10 . Hlustað á söguna sem börnin voru að taka upp. Endurtaka söguna og leyfa þeim að leika með. Hefur sagan eitthvað breyst frá því þið heyrðuð hana fyrst? Hvernig þá? Skipta leikhljóð einhverju máli? Átta börnin sig á því að þau hafa samið öll leikhljóðin í sögunni ásamt hreyfingum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=