Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 16 Kennsluverkefni með sögunni um Kol litla Sagan fjallar um lítinn hund sem er að reyna að gelta. D rin á bænum hlæja bara að honum. Að lokum lærir Kolur að gelta og verður hetja. ♪ Hljóðmerki: Hér þarf að bæta við hljóði í söguna. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 1 . Fá nemendur til þess að leika það þegar Kolur reynir að gelta en getur það ekki. Mamma hans hvetur hann áfram. ♪ Börnin reyna að búa til hljóð án þess að tala eða opna munninn. Fáið nemendur til þess að hugsa um tilfinningar. Af hverju líður manni illa ef maður getur ekki eitthvað? Fá börnin til þess að hugsa um ráðleggingu mömmunnar. Æfingin skapar meistarann. Einu sinni voru þau lítil og gátu ekki gengið, talað, hjólað, skrifað, lesið o.s.frv. 2 . Í hlutverki d ranna. ♪ Gera grín að Koli. Leikið. Fáið nemendur til þess að ræða um það af hverju einhver gerir grín að öðrum. Er það í lagi? Á maður að hlæja að öðrum? Hvenær má maður gera það? T.d. í leik- húsi? Þegar einhver segir eitthvað sniðugt? 3 . Í hlutverki Jörpu og Kols. Búa til stutta senu um það sem þeim fer á milli. Hvað eru þau að tala um? ♪ Tveir nemendur saman í spuna. Hvað er að hughreysta? Af hverju var Jarpa ekki vond og hló að Kol? Fá börnin til þess að hugsa um orsök og afleiðingar. Hjálpa þeim áfram í spuna með því að tala þau inn í hlutverkin. Ef þið væruð Jarpa, hvað mynduð þið segja við Kol sem er að gráta? Af hverju eru þau að stríða honum? 4 . Í hlutverki Kols sem er að æfa sig. ♪ D rin hlæja að honum. Leikið. Ræðið við nemendur um það að skilja út undan eða vera leiðinlegur við aðra. 5 . Kolur biður um hjálp en enginn vill hjálpa honum. Fáið nemendur til þess að biðja um hjálp án þess að nota orð. Ræðið um það af hverju einhver getur lent í hættu. Hvernig á að bregðast við? Hvað getum við gert? Hringt í 112? Ræðið um hlutverk hvers og eins. Af hverju hjálpaði haninn ekki? Er hann vondur? Gat hann eitthvað gert?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=