Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 15 „Nei,“ sagði haninn. „Skilurðu ekki að mitt hlutverk er að vekja alla á morgnana, ekkert annað. Það er það sem ég geri.“ Kolur hljóp að bóndabænum: „Ég verð að ná athygli bóndans. Ég verð bara að prófa að gelta,“ hugsaði hann. Fyrst heyrðist bara lítið ♪ bofs og öll d rin byrjuðu að hlæja. Hann reyndi aðeins ♪ meira og ♪ svo aftur . Mamma hans og systkini komu og hvöttu hann til dáða: „ ♪ Áfram Kolur , þú getur þetta .“ Kolur reyndi aftur og í þetta skiptið heyrðist eitthvað sem hljómaði eins og gelt: ♪ „ Voff , ♪ voff .“ Öll d rin hættu að hlæja. ♪ „ Voff , ♪ voff ,“ heyrðist í Koli. Bóndinn kom út til þess að athuga hvað gengi eiginlega á. Kolur gelti þá enn hærra: ♪ „ Voff , ♪ voff ,“ og hljóp af stað. Öll d rin eltu hann, haninn, hænurnar, kindurnar, svínin, allir hundarnir og bóndinn líka. Þegar Kolur kom á staðinn þar sem folaldið var fast, sá hann að allir hestarnir voru komnir til þess að hugga Jörpu. Bóndinn var fljótur að sjá hvað var að. Hann batt reipi um hálsinn á Grána sem var stærsti og sterkasti hesturinn á bænum. Síðan óð bóndinn út í drulluna og tók utan um folaldið. Gráni bakkaði og um leið dró hann bóndann og litla folaldið upp úr forarpyttinum. Þegar þetta var búið fór bóndinn til Kols og sagði: ♪ „ Mikið er ég glaður að þú gafst ekki upp á því að læra að gelta. Það er þér að þakka að þetta fallega folald er á lífi. Kolur! Þú ert svo sannarlega varðhundurinn á heimilinu .“ Daginn eftir þegar haninn ætlaði að gala sitt fyrsta hanagal, beið Kolur eftir honum og sagði: „Þar sem ég er nú orðinn varðhundurinn á þessum bæ, hvað segir þú þá um að við vekjum allt stóðið saman?“ „Allt í lagi,“ sagði haninn og þennan morgun og alla daga þar á eftir, heyrðust undarleg hljóð frá bænum. Þetta var svona hundagal: ♪ „ Voff “ og ♪ „ gaggalagú “.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=