Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 14 SAGA 3 Kolur litli Þetta er sagan um Kol, lítinn hvolp sem bjó á bóndabæ. Hans heitasta ósk var að verða varðhundurinn á bænum og vekja öll d rin á morgnana eins og haninn. Það var bara eitt sem var að. Hann gat ekki ♪ gelt . Það heyrðist bara ♪ tíst í honum. Kolur var ósköp leiður yfir þessu en mamma hans sagði: „Þú verður bara að vera þolinmóður. Þú getur þetta einn daginn. Þú þarft bara að æfa þig.“ Hann ákvað að gera það. Hann fór út og reyndi eins og hann gat að gelta en ♪ hænurnar hlógu bara að honum. ♪ Kindurnar hlógu líka, ♪ svínin hlógu og einstaka ♪ kýr líka og að lokum varð Kolur svo sár að hann hljóp út í móa. Þar hitti hann meri eina sem hét Jarpa. Hún var með folaldið sitt með sér. Kolur og Jarpa tóku tal saman og Jarpa hughreysti hann. Eftir það leið Koli miklu betur. Daginn eftir fór hann aftur út að æfa sig en það sama gerðist. Það heyrðist bara ♪ tíst í honum. Og ♪ hænurnar byrjuðu að hlæja og ♪ kindurnar hlógu og ♪ svínin líka og einstaka ♪ kýr . Kolur ákvað að hlaupa út í skóg og hitta hana Jörpu. Það var svo gott að tala við hana. En allt í einu sá hann hvar lítið folald hafði fest sig í forar- pytti og var við það að sökkva. Kolur þekkti þetta folald. Þetta var folaldið hennar Jörpu. Kolur hljóp af stað til þess að leita að hjálp en það var enginn nálægur. Hann hljóp því til hanans og bað hann að gala hátt og snjallt því hann yrði að ná athygli bóndans. Haninn gerði sig breiðan og sagði: „Ég gala bara á morgnana. Ekki þegar þér hentar.“ „Gerðu það,“ sagði Kolur: „Litla folaldið hennar Jörpu er í vandræðum. Við verðum að hjálpa því. Það tilheyrir okkur og við erum ein stór fjölskylda.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=