Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 13 Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 7 . Nemendur eru í hlutverki vindsins og regnsins. Fyrst í leik og síðan með ♪ hljóði. Af hverju var Úlfur hræddur? Af hverju hljóp hann upp í tré? Hvað er að vera einmana? Hafið þið verið einmana? 8 . Búa til kyrrmynd af slökkviliðinu bjarga Úlfi úr trénu. Af hverju kom slökkviliðið? Hvenær kemur slökkviliðið? En lögreglan? Í hvaða númer þarf maður að hringja þegar slys ber að höndum? (112) 9 . Nemendur eru í hlutverkum d ranna þegar Úlfur kemur heim aftur. Fyrst í kyrrmynd og síðan í spuna með ♪ hljóðum. Af hverju varð Úlfur hetja? Hvað var það sem hann gerði? 10 . Æfing að upptöku. ♪ Nemendur æfa hljóðin þegar þau gerast í sögunni og endurtaka þegar það á við. Skipta hlutverkum á milli nemenda. Fá börnin til þess að standa í skeifulaga formi með hljóðnemann í miðjunni. Æfa þau í að búa til hljóð með því að benda á hópinn sem þau tilheyra. Sagan er spiluð og þau fá að æfa sig í því að gera hljóðin. Síðan er upptaka. Við segulbandsupptöku er gott að láta einhvern lesa söguna sem treystir sér til þess þannig að kennari geti stjórnað því hvaða hópur b r til hljóð næst. 11 . Hlustað á upptökuna af sögunni. Endurtaka söguna og leyfa þeim að leika með. Hefur sagan eitthvað breyst frá því þið heyrðuð hana fyrst? Hvernig þá? Skipta leikhljóð einhverju máli? Átta börnin sig á því að þau hafa samið öll leikhljóðin í sögunni ásamt öllum hreyfingum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=