Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 12 Kennsluverkefni með sögunni um Úlf Sagan fjallar um fjósakött sem finnst gaman að stríða hinum d runum á bænum. Einn daginn rekst hann á ref sem er að pukrast í hænsnahúsinu með óvæntri atburðarás. ♪ Hljóðmerki: Hér þarf að bæta við hljóði í söguna. ♪ ♪ Leiklistarhreyfingar og hljóð Leiðbeiningar fyrir kennara 1 . Í hlutverki kettlingsins þegar hann er að elta rauðar jólakúlur. Af hverju heitir maður það sem maður heitir? Hvaðan kemur þitt nafn? 2 . Í hlutverki d ranna á sveitabænum. Fyrst í leik og síðan með ♪ hljóði. Hvaða dýr búa á sveitabæ? Hvað eru húsdýr? 3 . Kyrrmynd af Úlfi og kúnum í fjósinu. Af hverju fékk Úlfur það verkefni að passa upp á kýrnar? 4 . Spuni, þegar Úlfur er að skjótast á milli húsanna og er að stríða hinum d runum. Búa til hreyfingar og ♪ hljóð þegar hann hittir d rin. Fyrst hestana, svo kindurnar og loks hænurnar. Fáið nemendur til þess að ræða um af hverju einhver gerir grín að öðrum. Er það í lagi að gera grín að einhverjum? Af hverju ekki? Af hverju voru dýrin úrill? 5 . Í hlutverki Úlfs þegar hann kemur að öðru d ri inn í hænsnakofanum. Fyrst í leik og síðan með ♪ hljóðum þegar d rin verða hrædd. Af hverju urðu hænurnar hræddar? Verðið þið stundum hrædd? Ef svo er, við hvað? Hvað vildi refurinn? Af hverju varð Úlfur hræddur? Var hann að gera eitthvað sem hann átti ekki að gera? Hvað var hann að gera? 6 . Nemendur leika borg sem er að vakna t.d. ♪ bíla, ♪ fólk, ♪ strætó. Fyrst hljóðlaust og síðan með hljóði. Er einhver munur á borg og sveit? Hver er sá munur? Er munur á hljóðum, lykt, veðri, birtu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=