Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 11 í átt að trénu sem Úlfur var í. Bíllinn stoppaði og stór og langur ♪ stigi færðist í áttina að kettinum. Maður með rauðan hjálm teygði sig í Úlf, losaði hann og tók hann í fangið. „Hvaða ferðalag er á þér, litli minn? Það er ég viss um að þú ert svangur og þreyttur.“ Svo var farið með Úlf á d raspítalann, þar sem hann sofnaði í hl ju bæli. Þegar hann vaknaði horfðu á hann stór brún augu og stór og blaut tunga byrjaði að sleikja hann. Snotra! Hvað var hún að gera hér? Snotra ♪ gelti vinalega. Úlfur reis upp og horfði stórum augum á hundinn. Hvað gekk á? Bóndinn kom og tók köttinn varlega í fangið og sagði: „Hér er hetjan mín. Þetta er ekkert venjulegur köttur. Þetta er köttur sem rekur refi á flótta. Nú förum við heim.“ Rekur refi í burtu? Gerði ég það? Var þetta refur sem var að pukrast í hænsnahúsinu? Þegar bóndinn kom með litla köttinn heim að Melkoti, voru flestöll d rin úti og tóku á móti honum, hvert með sínum hætti. K rnar ♪ bauluðu hátt í gleði sinni yfir því að vera búnar að fá köttinn aftur heim. Hestarnir ♪ hneggjuðu , kindurnar ♪ jörmuðu og hænurnar ♪ gögguðu . Hetjan var svo sannarlega komin heim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=