Hljóðleikhúsið
HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 10 „Hvar er ég?“ hugsaði hann. „Hvað hef ég gert? Hvar er bærinn minn og allir vinir mínir? Hvernig komst ég hingað?“ Úlfur varð mjög hræddur. Hann stökk ofan af bílnum og hljóp af stað. Hann var því miður ekki vanur ♪ umferðinni í Reykjavík og hljóp beint í veg fyrir bíl sem kom akandi eftir götunni. Bíllinn rétt náði að stansa með ♪ háværu ískri og látum. Bílinn sem á eftir kom var ekki eins heppinn því hann ♪ skall beint á bílinn fyrir framan með miklum hávaða. Sem betur fer slasaðist enginn en skelfing varð kötturinn hræddur. Hann var svo hræddur að hann hljóp beint upp í stórt tré. Þar sat hann og þorði alls ekki að hreyfa sig. Síðan byrjaði að ♪ rigna , fyrst lítið en svo ♪ meira og meira . Svo byrjaði ♪ vindurinn að blása. Kattarskinnið var gegnblautur, hræddur og svangur. „Hvað hef ég gert? Hvernig kemst ég aftur heim?“ Úlfur hugsaði um k rnar sem ♪ bauluðu letilega. Hann hugsaði um stóru og sterku hestana og um kindurnar sem ♪ jörmuðu í kór þegar hann gekk eftir garðanum og hann hugsaði um vinalega ♪ gaggið í hænsnunum þegar hann gekk fram hjá. „Ég hefði ekki átt að stríða hinum d runum. Þau hafa alltaf verið góð við mig. Gefið mér mjólk og hl ju og vinskap. Ég var aldrei einmana hjá öllum vinum mínum á bænum. Ég verð að komast heim, núna strax,“ hugsaði Úlfur. Hann ætlaði að stökkva ofan úr trénu en gat það ekki. Vindurinn var svo mikill að hann komst hvorki aftur á bak né áfram. Svo kom nóttin. Laufblöðin á trénu sk ldu honum fyrir mestu ♪ rigningunni en ♪ vindurinn var kaldur. Úlfur yljaði sér við minningar um lífið í Melkoti á meðan tíminn silaðist áfram. Um morguninn hafði stytt upp og Úlfur vaknaði við ♪ fallegan söng . ♪ Þrestirnir sungu í takt við ♪ starrana og virtust ekkert kippa sér upp við það að köttur sæti á næstu grein. Það var eins og þeir vissu að hann ætti bágt. Allt í einu heyrðist annað ♪ hljóð , hljóð sem Úlfur hafði aldrei heyrt áður. ♪ „ Babú, babú ,“ heyrðist þegar slökkviliðsbíllinn kom æðandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=