Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 9 Í fjárhúsunum var miklu rólegra. Ein og ein gömul kind ♪ jarmaði en það var nú bara í kveðjuskyni. Úlfur gekk oftast fremst í garðann þar sem heymoðið var. Þar lagðist hann niður og þvoði sér vel og vandlega en hafði að sjálfsögðu vakandi auga með öllu sem fram fór. Ef Úlfur var í sérstaklega góðu skapi yfirgaf hann fjárhúsin með því að stökkva úr garðanum á bakið á einni kindinni, síðan á bak þeirrar næstu og þannig koll af kolli, þar til hann kom að dyrunum á fjárhúsunum og stökk þar út. Þetta þótti honum svakalega gaman. Oftast vöknuðu kindurnar þá heldur súrar og byrjuðu að ♪ jarma . Þá var nú að best að koma sér strax út. Skemmtilegast fannst Úlfi þó að fara inn í hænsnahúsið. Þá læddist hann ofurhægt að hænunum sem sváfu vært á prikinu sínu. Síðan rak hann loppuna í rassinn á einni þeirra sem ♪ gaggaði hátt. Þá vöknuðu allar hinar hænurnar og allt varð vitlaust. Einu sinni þegar Úlfur læddist inn í hænsnakofann mætti hann öðru d ri sem læddist alveg eins og hann. Þetta var refur sem var orðinn svangur og vildi mat. Úlfur var nú ekki á því að láta einhvern annan stríða hænunum sínum þannig að hann byrjaði að ♪ hvæsa og klóra . Það hefði hann kannski ekki átt að gera. Hænurnar vöknuðu og þær gerðu sér grein fyrir hættunni. Þær byrjuðu að ♪ gagga hátt og lengi, kindurnar byrjuðu að ♪ jarma , hestarnir að ♪ hneggja , k rnar að ♪ baula og loks vaknaði Snotra og ♪ gelti hátt og lengi. Bæði refurinn og kötturinn urðu svo hræddir við öll þessi læti að þeir fl ðu út. Úlfur hljóp út í buskann því hann varð svo hræddur. Hann var viss um að nú yrði bóndinn reiður. Hann ákvað því að bíða þar til allt var orðið rólegt aftur og fann fljótt stað til þess að hvíla sig á. Hann hefði kannski átt að taka betur eftir því hvar hann lagðist fyrir því auðvitað sofnaði hann eins og skot. Hann sofnaði nefnilega á heyrúllustæðu á ♪ palli vörubíls sem var að fara til Reykjavíkur. Þegar Úlfur vaknaði var hann staddur á bílastæði í vesturbæ Reykjavíkur. Hann leit í kringum sig og var mjög ruglaður. Hann heyrði ♪ ýmis framandi hljóð .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=