Hljóðleikhúsið

HLJÓÐLEIKHÚSIÐ | © Saga og kennsluverkefni Rannveig Björk Þorkelsdóttir | © Menntamálastofnun 2020 8 SAGA 2 Úlfur Einu sinni var kisustrákur sem hét Úlfur. Hann fékk þetta nafn vegna þess að þegar hann fæddist voru jól og jólatréð í stofunni var skreytt með fagur- rauðum jólakúlum. Litli kisinn var óður í rauðar jólakúlur. Hann gat bara ekki látið þær í friði. Hann lét ljósin og grenið í friði en í hvert skipti sem hann sá rauða jólakúlu ♪ stökk hann á hana og vældi. Yfirleitt var þó hægt að stöðva litla krílið áður en það meiddi sig en ekki alltaf. Stundum heyrðist ♪ hvæs og ♪ hviss og væl , þegar kettlingurinn ♪ braut kúlur . Þá hljóp hann alltaf undir sófa og var hinn versti. „Hann er bara eins og úlfurinn í ævint rinu um Rauðhettu,“ sagði amma og hló. Þannig fékk hann nafnið Úlfur. Úlfur átti heima á sveitabæ sem hét Melkot. Melkot var stórt b li með ♪ kindum , ♪ hestum , ♪ kúm , ♪ hænum og hundi sem hét ♪ Snotra . Tíminn leið og dag einn ákvað bóndinn að Úlfur yrði fjósaköttur og passaði upp á k rnar dag og nótt. Það þótti Úlfi gaman því k rnar voru vinir hans. K rnar gáfu Úlfi oft mjólk að drekka. Þær ♪ bauluðu reyndar stundum þegar hann var að hvíla sig um miðjan daginn en baulið hljómaði nú bara eiginlega eins og ♪ vögguvísa . Það þótti honum ljúft. Úlfur átti það nefnilega til að sofa á daginn en vaka á næturnar. Þá fór hann í könnunarleiðangur eins og leynilögga. Hann skaust á milli útihúsanna og fylgdist með hinum d runum. Hann hafði nú líka svolítið gaman af að stríða þeim. Fyrst skaust hann inn í hesthúsið. Hestarnir sváfu oftast og lágu þá mist eða stóðu og ♪ hrutu mjög hátt. Einstaka hestur ♪ hneggjaði þegar Úlfur leit inn en oftast fl tti hann sér í gegnum hesthúsið enda voru hestarnir eitthvað svo stórir og miklir. Og þvílík ♪ læti í þeim stundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=