Hjá risaeðlum

Til kennara Tilgangur þessa bókaflokks, sem er alls átta bækur, er að vekja lestraráhuga nemenda og þjálfa þá í að lesa orð með samhljóðasamböndum. Við gerð bókarinnar Hjá risaeðlum eru sérstaklega valin orð með sam-hljóðum á undan v í upphafi orða, þ.e. orð eins og kvef, hvíslar, þver, svæði. Forspá/umræður . Nemendur og kennari skoða bókina saman og ræða efni hennar út frá titli, kaflaheitum og myndum. Leggja skal áherslu á að nota orðin sem koma fyrir í textanum. Sagan gefur einnig tilefni til að ræða um mismunandi söfn og margvíslegt gildi þeirra. Orðaforði . Í sögunni eru nokkur framandi orð sem þarf að útskýra. Dæmi: hvinur, hvæsa, hvás, deyja út. Fundin samheiti og andheiti ef það á við. Hljóðgreining . Kennari segir orð, barnið hlustar eftir tilteknu samhljóða- sambandi. Hvar er það í orðinu? Æskilegt að nota fleiri orð en eru í textanum. Orðalestur . Kennari skrifar orðin á lítil spjöld og æfir nemendur í að lesa þau stök. Búta má orðin í lesbúta, dæmi: sva-rar, hvís-la, hvæ-sa . Sum börn þurfa æfingu í að lesa önnur orð í textanum, sjá orðakassa á bls. 16. Þar eru tekin út orð með tvöföldum samhljóða, samsett orð (sjá einnig Til kennara: Úrvinnsla í þriðju og fjórðu bók) og orð með samhljóða- samböndum sem voru sérstaklega æfð í sögunni Í lofti . Lestur. Sagan lesin. Vakin athygli á spurningunum neðst á hverri síðu sem eru ætlaðar til að skerpa athygli og lesskilning. Ritun. Nemandi skrifar stöku orðin í litla bók eftir að hafa lesið þau tvisvar til þrisvar sinnum. Sumir geta e.t.v. búið til setningar með einu eða tveimur orðum og myndskreytt. Þetta getur verið skemmtilegt heima- eða samvinnuverkefni. Foreldri eða skólafélagi les upp stöku orðin, barnið skrifar eftir upplestri og svo er farið sameiginlega yfir á eftir. Skrifað og teiknað um eigið sumarfrí og frí Hlínar, Bjarka, Trillu og Sverris. Á vef Menntamálastofnunar eru verkefnablöð með sögunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=