70 Skólar í Englandi Í Englandi er skylda að mennta börn frá fimm ára aldri, þangað til þau eru 16 ára Foreldrar geta valið að senda börnin sín ekki í skóla og kenna þeim heima Skólaárið er 39 vikur Það byrjar í september og því lýkur í júlí Margir skólar skipta skólaárinu í sex annir Um jólin og á vorin er tveggja vikna frí og svo er sex vikna sumarfrí Í lok október, um miðjan febrúar og í lok maí er frí í eina viku Það er mismunandi eftir skólum hvenær skóladagurinn byrjar, en börn eiga að fá kennslu í 23,5 klukkutíma á viku Flestir skólar í Englandi ætlast til þess að nemendur séu í skólabúningi Skólar í Kína Skólinn í Kína byrjar 1 september og honum lýkur um miðjan júlí Nemendur mæta í skólann klukkan hálf átta og eru til klukkan fimm, en það er tveggja tíma hádegishlé Börnin fá skólabúning sem þau klæðast í skólanum Kínversk stjórnvöld bjóða kennslu fyrir alla upp í 9 bekk Börn úr sveitum hætta þá oft í skóla Í borgum er hægt að fara í alls konar framhaldsnám Minna en 2% þjóðarinnar ljúka framhaldsnámi Skólar í nokkrum löndum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=