64 Skólar í nokkrum löndum Skólar í nokkrum löndum Skólar í Taílandi Skólaskyldan í Taílandi er frá 6 til 12 ára aldurs Þá hættir helmingur nemenda í skóla Í flestum skólum eru tvær annir Fyrri önnin hefst venjulega í byrjun maí og lýkur í byrjun október Seinni önnin hefst í byrjun nóvember Flestir Taílendingar eru búddistar og halda ekki jól Það er ekki jólafrí en það er þriggja til fjögurra daga frí um áramótin Seinni önninni lýkur í lok febrúar Þá hefst tveggja mánaða sumarfrí Í sumum skólum er sumarskóli Hann er ekki skylda en um 70% taka þátt í sumarskólum Hjá mörgum nemendum og kennurum er skóladagurinn langur Sumir koma í skólann fyrir klukkan sex á morgnana Allir þurfa að vera komnir klukkan átta Þá er taílenski fáninn dreginn að húni og nemendur syngja þjóðsönginn Þrjár kennslustundir eru fyrir hádegi Hver kennslustund er 50 mínútur Borðað er í stofunum því enginn matsalur er í skólunum Eftir hádegi eru þrjár kennslustundir en þeim lýkur klukkan korter yfir þrjú Þá þurfa allir að gera heimavinnu í skólanum Flestir eru ekki búnir fyrr en um fimmleytið Í öllum skólastofum er mynd af kónginum, stytta af Búdda og taílenski fáninn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=