54 Frakkland Í frönskum skólum er fjögurra rétta hádegismatur Fyrst er forréttur með ávöxtum eða grænmeti Aðalrétturinn er grillað kjöt eða fiskur, síðan er ostur og loks eftirréttur Einu sinni í viku eru franskar kartöflur bornar fram til dæmis með laxi, ekki með pylsum og hamborgurum Það er ekkert val, krakkarnir verða að borða það sem er í boði eða fara heim í hádeginu Hádegismatur í frönskum skólum er dýr en mjög góður Spánn Á Spáni fara flest börn heim til sín að borða Hádegishléið er 2–3 klukkustundir, mismunandi eftir skólum Ef foreldrar barnanna vinna utan heimilis geta börnin fengið að borða í skólanum, en þau fá ekki að velja matinn Foreldrar fá sendan matseðil einu sinni í viku svo að þeir viti hvað börnin þeirra borða í skólanum Hádegismaturinn er aðalmáltíðin á Spáni Krakkar borða yfirleitt tvo rétti, grænmeti og fisk, eða kjöt með pasta, hrísgrjónum eða kartöflum Í eftirrétt fá þeir ávexti eða jógúrt Skólamáltíðir í nokkrum löndum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=