48 Þreyttur hundur Gamall og þreyttur hundur kom inn í garð til gamallar konu Gamla konan var hætt að vinna og var mikið í garðinum Hundurinn var með hálsól með nafninu sínu og það var greinilegt að vel var hugsað um hann Gamla konan var viss um að hann ætti heimili Hundurinn gekk rólega til hennar, hún klappaði honum og hann elti hana inn í húsið Hundurinn fór út í horn, lagðist niður og sofnaði Klukkustund síðar reis hann upp og gekk að útidyrunum Gamla konan hleypti honum út Næsta dag kom hann aftur Hann heilsaði konunni, fór inn í húsið, og svaf í klukkutíma Þetta endurtók sig í nokkrar vikur Gamla konan var forvitin og vildi vita hver ætti þennan ljúfa hund Hún festi því miða með skilaboðum á ólina hans Þar stóð að hundurinn kæmi til hennar á hverjum degi til þess að sofa Daginn eftir var hundurinn með nýjan miða um hálsinn Á honum stóð: Gamla konan býr ein og var oft einmana Nú hefur hún kynnst skemmtilegri fjölskyldu og hundi sem heimsækir hana á hverjum degi Hann býr á heimili með sex börnum, tvö eru yngri en þriggja ára. Hann þjáist af svefnleysi. Má ég koma með honum á morgun? Gæludýr
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=