32 Jólin í Litháen og Póllandi Jólahátíðahöldin hefjast með aðventunni, fjórum sunnudögum fyrir jól, og enda á kyndilmessu þann 2 febrúar Á aðfangadag þrífur fólk húsin sín en flestir byrja að þrífa viku áður Skipt er um rúmföt, og allir fara í bað og hrein föt Á aðfangadagskvöld er jólaborðið skreytt Hey er lagt á borðið til þess að minna á að Jesús var lagður í jötu Hvítur dúkur er lagður á borðið og það skreytt með kertum Maturinn á aðfangadagskvöld er sérstakur og hefðbundinn Tólf ólíkir réttir eru bornir fram Þeir tákna postulana tólf eða tólf mánuði ársins Ekkert kjöt er í réttunum og engar mjólkurvörur Við borðið er alltaf aukastóll og diskur ef óvæntan gest ber að garði Þegar fyrsta stjarnan birtist á himninum setjast allir til borðs Ef það er skýjað hefst máltíðin þegar pabbinn eða afinn segja gjörið svo vel Í Litháen og Póllandi er hávetur um jólin Ef það snjóar eftir kvöldmat eiga kýrnar að mjólka vel Aðeins hvít jól eru alvöru jól Allir eru því glaðir ef það snjóar um jólin Jól um allan heim
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=